Stjörnurnar minnast Newton-John

Stjörnurnar heiðra minningu Oliviu Newton-John.
Stjörnurnar heiðra minningu Oliviu Newton-John. AFP

Stórstjörnur um allan heim hafa heiðrað minningu áströlsku leik- og söngkonunnar Oliviu Newton-John. Newton-John lést í gær, mánudag, 73 ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir að fara með hlutver Sandy í söngleiknum Grease. 

John Travolta, sem fór með hlutverk Danny Zuko í Grease, skrifaði að hún hefði verið algjörlega mögnuð manneskja. „Ég elska þig svo mikið. Við sjáumst seinna, og við verðum öll saman aftur. Ég var þinn frá augnablikinu sem við kynntumst. Þinn Danny, þinn John,“ skrifaði Travolta.

Leikkonan Stockard Channing, sem fór með hlutverk Rizzo, skrifaði að hún hefði sennilega ekki kynnst yndislegri manneskju en Newton-John. „Olivia var sumarið – sólskinið sem henni fylgdi, hljýjan hennar og þokki er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hana. Ég mun sakna hennar gríðarlega.“

Olivia Newton-John og John Travolta.
Olivia Newton-John og John Travolta. AFP

Tónlistarmaðurinn Rod Stewart sagði hana hafa verið fullkomna og stórkostlega og með ástralskan þokka.

Bandaríska fjölmiðlakonan Oprah Winfrey sagði jákvæðni Newton-John hafa verið smitandi og að hún yndi sakna hennar. 

Leikstjóri Grease, Randal Kleiser, og Newton-John höfðu verið vinir í yfir 40 ár. „Hún hefur aldrei breyst, hún var alltaf nákvæmlega eins og allir ímynduðu sér að hún væri,“ sagði Kleiser. 

Frá Los Angeles í Bandaríkjunum í gær.
Frá Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. AFP

Í viðtali við BBC Radio 5 var hann spurður hvaða minningu hann myndi alltaf eiga um hana. „Að hanga með henni á búgarðinum hennar. Sjá hina raunverulegu Oliviu, sem var nákvæmlega sú sama og hún sýndi heiminum. Engar myndavélar, ekkert fólk, hún var samt nákvæmlega eins, og jafn elskuleg og alltaf,“ sagði Kleiser.

Newton-John greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 1992 og í kjölfarið opnaði hún ekki bara umræðuna um brjóstakrabbamein heldur hóf herferð til að vekja athygli og safna fjármunum til rannsókna. Hún stofnaði Olivia Newton John stofnunina og safnaði milljörðum króna til að fjármagna rannsóknir. 

Aðdáendur hafa lagt blóm við stjörnu Newton-John í Hollywood.
Aðdáendur hafa lagt blóm við stjörnu Newton-John í Hollywood. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.