Höfundur Snjókarlsins látinn

Raymond Briggs er látinn.
Raymond Briggs er látinn. Skjáskot/YouTube

Breski teiknimyndahöfundurinn Raymond Briggs er látinn 88 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir klassíska ævintýrið um Snjókarlinn sem kom út árið 1978. 

Fjölskylda Briggs staðfesti andlát hans við fjölmiðla í dag og sagði að hans yrði sárt saknað. 

„Við vitum að margir elskuðu bækur Raymonds og að þær höfðu áhrif á milljónir manna um allan heim,“ sagði fjölskyldan í tilkynningu. 

Upp úr ævintýrinu um Snjókarlinn var gerð falleg teiknimynd fyrir sjónvarp, en hún vann til Bafta-verðlauna árið 1982. Hún var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna. 

Ævintýrið um Snjókarlinn fjallar um ungan dreng sem vaknar að morgni eftir snjómikla nótt, býr til snjókarl sem vaknar svo til lífs. 

Sjónvarpsmyndin fór fyrst í loftið á öðrum degi jóla í Bretlandi árið 1982 og hefur verið sýnd á hverju ári síðan.

Dianne Jakcson leikstýrði myndinni en John Coates framleiddi hana. Í myndinni hljómar lag Howards Blake, Walking in the Air, sem kórdrengur úr St. Paul's Cathedral, Peter Auty, syngur. Brotið úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.