Fokill út í fyrrverandi

Pete Davidson, Kim Kardashian og Kanye West.
Pete Davidson, Kim Kardashian og Kanye West. Samsett mynd

Óljóst þykir hvort tónlistarmaðurinn Kanye West sé fullur eftirsjár eftir að hafa falsað dánartilkynningu grínistans Pete Davidsons í kjölfar sambandsslita hans og Kim Kardashians, í það minnsta er tilkynninguna hvergi að sjá lengur á Instagram-reikningi Wests.

Nokkrum klukkustundum eftir að West hafði birt andlátstilkynninguna hafði hann eytt henni. Sögusagnir herma að fokið hefði í fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian, þegar hún komst að dánartilkynningunni stuttu eftir að greint var frá sambandsslitum hennar og grínistans Pete Davidsons. Reiði hennar hafi haft þau áhrif á West að hann ákvað að eyða færslunni til að geðjast henni.

„Kim er brjáluð. Hún komst í ótrúlega mikið uppnám. Kanye er kominn aftur á sama stað og hann var og Kim mun ekki umbera eineltishegðun hans gagnvart fólkinu sem hún elskar og þykir vænt um,“ er haft eftir heimildarmanni Kardashians-fjölskyldunnar, eftir því sem kemur fram á fréttamiðlinum Page Six.

Mun aldrei breytast

Samkvæmt heimildarmanninum, sem sagður er náinn fjölskyldunni, hafa West og Kardashian átt í góðum samskiptum undanfarið þar sem þau hafa verið samstíga í barnauppeldinu og borið virðingu fyrir hvort öðru. Viðbrögð hans við sambandsslitum Kardashians og Davidsons eru því sögð hafa valdið henni miklum vonbrigðum.

„Hún er búin að styðja þétt við bakið á Kanye við að undirbúa myndatöku fyrir Yeezy vörulínuna en þetta er bara áminning fyrir hana um að hann kemur aldrei til með að breytast,“ sagði heimildarmaðurinn en West hefur ítrekað reynt að endurvinna ást Kardashians en miðað við orð heimildarmannsins er það borin von fyrir West. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.