Opnar sig um kynferðislega misnotkun í æsku

Marcus Mumford.
Marcus Mumford. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarmaðurinn Marcus Mumford var misnotaður kynferðislega þegar hann var aðeins sex ára gamall. Frá þessu greinir Mumford í viðtali við GQ á dögunum. 

Mumford, sem er þekktastur fyrir að vera liðsmaður hljómsveitarinnar Mumford & Sons, talaði ekki um atvikið í þrjátíu ár. Atvikið er umfjöllunarefni lagsins Cannibal, sem Mumford samdi í heimsfaraldrinum. 

„Eins og fullt af öðru fólki, er ég að læra meira og meira um þetta á hverjum degi og þegar ég spila það fyrir fólk. Ég var misnotaður kynferðislega þegar ég var barn,“ sagði Mumford. Móðir hans komst fyrst að misnotkuninni þegar hann spilaði lagið fyrir hana. 

Í faraldrinum fluttu foreldrar hans inn til hans og eiginkonu hans, Carey Mulligan, og barna þeirra tveggja. Hann lýsir því hvernig hann hafi spilað lagið fyrir hana og tveimur dögum seinna hafi hún spurt hann hvað lagið væri um. Hann hafi sagt henni í hálfkæringi að það væri um „misnotkunina“. Hún hafi komið af fjöllum. Hann segir það hafa verið algjörlega fáránlegt að segja móður sinni frá misnotkuninni í gegnum lag.

„Það var samt enginn í fjölskyldunni og ekki í kirkjunni, sem margir myndu gera ráð fyrir. En ég hafði ekki sagt neinum frá í 30 ár.“

Hafði mikil áhrif

Misnotkunina ræddi Mumford fyrst við sálfræðing árið 2019. Þá voru ákveðin tímamót í lífi hans en undanfarin tíu ár höfðu eingöngu snúist um hljómsveitina og voru þeir nýbúnir að gefa út sína síðustu breiðskífu, Delta. 

„Það var kominn sá tímapunktur þar sem ég var algjörlega á botninum og var tilbúin til að gefast upp. Mitt nánasta fólk hafði komið til mín og sagt mér að það væri eitthvað ekki rétt, ég þyrfti að axla ábyrgð og komast að því hvað væri að,“ sagði Mumford. 

Í annað skipti sem hann kom til sálfræðingsins fór hann að ræða æskuna og það sem kom fyrir hann. Um leið og hann sagði frá misnotkuninni byrjaði hann að kasta upp. „Það er víst mjög algengt. Um leið og þú hættir í afneitun, og byrjar að losa um þrýstinginn, þá er mjög eðlilegt að allt þetta komi upp. Ég átti í vandræðum með að anda allt mitt líf. Ekki vegna astma, ég bara náði ekki andanum,“ sagði Mumford og segir að allt í einu hafi hann vitað af hverju.

Í kjölfarið ákvað hann að hætta að drekka áfengi og seinna ákvað hann að borða heilsusamlegri mat, en það var einnig eftir að læknir ráðlagði honum það. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson