Travis Barker spilar gegn læknisráði

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. AFP

Tónlistarmaðurinn Travis Barker mun spila á tónleikum með Machine Gun Kelly þrátt fyrir að læknar ráðleggi honum að gera það ekki. Hann er puttabrotinn en mun spila á síðustu tónleikum í tónleikaferðalagi Kelly, Mainstream Sellout Tour. Barker er trommari og telur sig geta trommað með brotin þumal.

Kelly biri skjáskot á Instagram frá myndsamtali á milli þeirra félaga. Hann skrifar við myndina „gegn læknisráði og með brotin putta, þá tókst mér að sannfæra Travis Barker um að koma og vera með okkur síðustu dagana.“ 

Barker lenti nýlega inn á spítala vegna brisbólgu sem hann fékk eftir magaspeglun. Brisbólga getur verið lífshættuleg í sumum tilvikum. Barker hefur verið mikið í sviðsljósinu nýlega en hann giftist raunveruleikastjörnunni Kourtney Kardashian fyrr á árinu.

Instagram
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.