Sjö borgir á lista Eurovision

Sam Ryder var fulltrúi Bretlands í Eurovision á þessu ári …
Sam Ryder var fulltrúi Bretlands í Eurovision á þessu ári og endaði í 2. sæti. AFP

Sjö borgir koma til greina sem gestgjafar Eurovision söngvakeppninnar á næsta ári. Keppnin verður haldin í Bretlandi en höfuðborg landsins, London, er ekki á stuttlistanum yfir þær borgir sem koma til greina. 

Birmingham, Glasgow, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle og Sheffield koma allar til greina. Allar borgirnar eru í norðurhluta Englands eða í Skotlandi. 

Lokavalið verður tilkynnt í haust, eftir að borgirnar hafa greint betur frá því hvernig þær ætla að útfæra keppnina. 

Úkraína vann Eurovision í ár, en vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, verður keppnin haldin í Bretlandi á næsta ári. Þó keppnin muni fara fram í Bretlandi verður hún með úkraínsku ívafi og fær Úkraína sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitakeppninni ásamt stóru löndunum fimm, Bretlandi, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Breska ríkisútvarpið, BBC, mun standa að framleiðslu keppninnar. 

„Við erum búin að bíða í 25 ár eftir því að Eurovision yrði haldið í Bretlandi, þannig ég er mjög spenntur,“ sagði Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar, í viðtali við BBC í dag. 

Eurovision fór fram í Birmingham árið 1998 en aðrar borgir á listanum hafa ekki reynslu af því að halda keppnina. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.