Upplifði þunglyndi eftir skilnaðinn

Kaley Cuoco
Kaley Cuoco

Leikkonan Kaley Cuoco upplifði mikið þunglyndi þegar hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn, Karl Cook. Couco og Cook skildu á síðasta ári eftir þriggja ára hjónaband og segir leikkonan að þetta hafi verið mjög erfiður tími í hennar lífi. 

„Ég vissi ekki hvernig ég ætti að takast á við þetta. Ég drekkti mér í vinnu til að hunsa þunglyndið og sorgina. Hlutverkið sem ég var að leika, Cassandra Bowden var ekki að hjálpa þar sem Bowden,var sjálf þunglynd. Þetta var virkilega erfitt og mikið af tárum sem féllu á þessum tíma,“ sagði Cuoco í viðtali við Variety.

Hún segist alltaf hafa verið mjög sjálfstæð og stolt að því að geta gert allt sjálf. Þarna kom þó upp staða þar sem hún gat ekki gert allt ein og þurfti að leita sér hjálpar. 

„Ég var svo einmanna að ég vissi ekki hvað ég átti að gera við sjálfa mig. Ég fékk stress útbrot niður allan líkamann og löppin á mér var eins og hún væri að brenna í nokkra mánuði, ég átti erfitt með að ganga. Ég flutti inn með meðleikkonu minni Zosia Marmet og þá byrjaði mér að líða betur, ég gat bara ekki verið ein,“ sagði Couco einlæg.

Hún ákvað að opna sig til að hjálpa öðrum og til að sýna fólki að hlutirnir eru ekki eins fullkomnir og þeir virðast oft vera. 

Cuoco er í sambandi með Tom Pelphrey. Hún var áður gift Ryan Sweeting frá 2013 til 2016. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.