Sakfelldur fyrir að brjótast inn í hús Spears

Britney Spears og Sam Ashgari giftu sig í júní.
Britney Spears og Sam Ashgari giftu sig í júní. Skjáskot af instagram.

Fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Britney Spears hefur verið sakfelldur fyrir að hafa brotist inn í hús Spears að morgni brúðkaups­dags­ hennar í júní á meðan verið var að undirbúa athöfnina. 

ABC News greinir frá því að Jason Alexander hafi verið dæmdur í 64 daga fangelsi, en hann hefur nú þegar setið inni í þann tíma og er því nú frjáls ferða sinna. 

Spears giftist lík­ams­rækt­arþjálf­ar­anum, Sam Asghari, þann 9. júní en þetta er þriðja hjóna­band Spe­ars. Alexander var fyrsti eiginmaður hennar en þau voru einungis gift í 55 klukkustundir árið 2004.

Er Alexander braust inn í hús Spears í júní læsti hann sig í svefnherbergi söngkonunnar er hún var að undirbúa sig fyrir brúðkaupið. Hann deildi inn­rás­inni í beinni út­send­ingu á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram. Alexander neitaði að yfirgefa húsið og réðst á öryggisvörð ásamt því að eyðileggja hurð.

Dómari úrskurðaði Alexander í nálgunarbann svo hann má ekki koma nærri Spears né öryggisverði hennar.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að ganga úr skugga um heilindi fólks áður en þú trúir því fyrir leyndarmálum þínum. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að ganga úr skugga um heilindi fólks áður en þú trúir því fyrir leyndarmálum þínum. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi.