Afhjúpa leyndarmál um andlát Díönu prinsessu

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP/Ian Waldie

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun hefja framleiðslu á sjónvarpsþáttum um andlát Díönu prinsessu síðar í þessum mánuði. 

Samkvæmt tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni verður um þáttaröð í fjórum hlutum að ræða þar sem öll sagan verður sögð. Farið verður ofan í saumana á lögreglurannsóknum sem franska lögregluembættið gerði árið 1997, árið sem Díana prinsessa lést. Þá mun þáttaröðin einnig afhjúpa lögreglurannsókn sem Metropolitan-lögreglan annaðist árið 2004.

Flestir þeir rannsóknarlögreglumenn sem rætt verður við í þáttunum munu þar tjá sig í fyrsta skipti um málið, að því er segir í tilkynningunni.

Ýmis viðkvæm gögn úr rannsóknunum

Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997. Skyndilegt andlát prinsessunnar hafði ótrúleg áhrif um allan heim og stendur þessi dagur mörgum enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Allar götur síðan hafa sprottið upp ýmsar vangaveltur um dauðdaga hennar og mörgum samsæriskenningum verið haldið fram.

Þáttaröðin, Rannsókn á Díönu: Andlátið í París, mun fjalla ítarlega um tildrög slyssins, en mikil sorg ríkti á meðal almennings eftir að Díana prinsessa lést.

Almenningur hefur lengið beðið eftir svörum og hafa framleiðendur þáttaraðarinnar loks svarað kallinu og fengið einkarétt á ýmsum viðkvæmum gögnum sem tengjast andláti prinsessunnar og rannsóknunum tveimur. Áhorfendum verður komið í skilning um með hvaða hætti lögregluyfirvöld gátu aðskilið staðreyndir frá vangaveltum og getgátum út frá gerðum rannsóknum.

Mikill harmleikur 

„Þetta er mjög mikilvæg þáttaröð – ekki einungis til að þagga niður í samsæriskenningum heldur líka til að endurspegla heimsmyndina í dag þar sem samsæriskenningum er ekki lengur sópað undir teppið og þær faldar,“ er haft eftir Henry Singer, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Sandpaper Films sem mun framleiða þættina.

Shaminder Nahal, ritstjóri Channel 4, segir þáttaröðina marka tímamót fyrir marga þar sem andlát Díönu hafi verið harmað um allan heim. „Þessi sannfærandi þáttaröð mun kanna í smáatriðum hvað gerðist og hvernig staðið var að rannsóknum eftir andlát Díönu prinsessu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant