Segist glíma við flókin andleg veikindi

Ezra Miller kveðst glíma við flókin andleg veikindi.
Ezra Miller kveðst glíma við flókin andleg veikindi.

Hollywood-stjarnan Ezra Miller hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum og segist í tilkynningu til bandaríska miðilsins Variety ætla að leita sér hjálpar. Mikið hefur verið fjallað um hán í fjölmiðlum undanfarnar vikur en kona steig fram í síðustu viku og sagði hán um hafa beitt hana andlegu ofbeldi þegar hán dvaldi hér á Íslandi árið 2020.

„Eftir að hafa gengið í gegnum gríðarlega erfiða tíma, skil ég núna að ég glími við flókin andleg veikindi og er byrjað í meðferð,“ sagði hán í tilkynningunni. „Mig langar til að biðja alla sem ég hef hrætt og komið í uppnám afsökunar. Ég ætla að leggja hart að mér til þess að komast aftur á heilbrigðan og öruggan stað í lífi mínu,“ sagði Miller.

Á undanförnum mánuðum hefur Miller verið ákært fyrir þjófnað, áreitni og óspektir á almannafæri. 

Variety og Business Insider hafa á síðustu tveimur vikum birt viðtöl við konur sem segja farir sínar af háni ekki sléttar. Önnur konan er sú sem Miller tók hálstaki á Prikinu vorið 2020. Hin dvaldi með háni að Hótel Laugarbakka sama vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson