Yfir sig ástfangin af umboðsmanninum

Rich Paul og Adele.
Rich Paul og Adele. AFP

Söngkonan Adele hefur aldrei verið eins ástfangin og hún er núna. Hún segist staðráðin í að giftast umboðsmanninum Rich Paul og þau muni bókað eignast börn saman. Leikkonan prýðir forsíðu tímaritsins Elle í Bretlandi.

Parið opinberaði samband sitt sumarið 2021. Adele á níu ára son úr fyrra hjónabandi en hún var gift Simon Konecki. Paul á þrjú börn úr fyrra sambandi.  

Þegar Adele var spurð út í stóran demantshring á baugfingri vinstri handar svaraði hún: „Sko, sko, sko ég er ekki gift. Ég er svo yfir mig ástfangin að ég gæti alveg eins verið gift. Ég er samt ekki trúlofuð, ég bara elska stóra skartgripi.“

Draumur Adele er að vinna heima. Hún er spennt fyrir framtíðinni með kærastanum og hugsanlegum börnum þeirra.

Um þessar mundir á sýning hennar í Las Vegas hug hennar allan, en sýningar hefjast nú í haust. Söngkonan þurfti að hætta við sýningarnar á síðustu stundu í janúar og segir það hafa verið versta augnablik ferilsins. Sýningarnar hefjast í nóvember.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.