Glowie hættir í tónlistinni

Sara Pétursdóttir ætlar að hætta að gera tónlist í bili.
Sara Pétursdóttir ætlar að hætta að gera tónlist í bili.

Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Glowie, hefur ákveðið að leggja tónlistina til hliðar í bili. Hún segir frá þessu í færslu á Instagram. 

Glowie segir undanfarin 7 ár í sviðsljósinu hafa verið algjörlega mögnuð og að hún sé þakklát fyrir allt. Það hafi hins vegar hafi líka fylgt því mikil pressa að vera Glowie á sama tíma og hún hefur verið að vaxa og þroskast sem tónlistarmaður. 

„Eftir að hafa hlaupið viðstöðulaust í sjö ár, í átt að drauminum sem ég átti þegar ég var níu ára gömul, hef ég ákveðið að taka mér hlé frá því að búa til tónlist og gefa sjálfri mér tíma til þess að bara vera, sem fullorðin manneskja, vera Sara,“ skrifar tónlistar konan í færslu sinni. 

Hún segist kannski hafa verið búin að taka ákvörðunina fyrir mörgum mánuðum ómeðvitað, þegar hún rakaði af sér hárið, en að hún hafi ekki verið tilbúin til að viðurkenna það fyrir sjálfri sér. „Þegar ég rakaði hárið af var það bæði leið til að líta ekki út eins og Glowie lengur og leið til að kynnast sjálfri mér nánar með því að sjá hluta af líkamanum mínum sem ég hef aldrei séð áður,“ skrifar Sara. 

Sara segist án efa munu gera tónlist aftur í framtíðinni, en að það verði ekki fyrr en seinna. „Ég þarf að taka mér minn tíma og gera það þegar mér finnst réttur tími til þess.“

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Brostu framan í heiminn og heimurinn mun brosa framan í þig. Dagurinn hentar vel til að gera eitthvað í málunum ef þú ert í vandræðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Brostu framan í heiminn og heimurinn mun brosa framan í þig. Dagurinn hentar vel til að gera eitthvað í málunum ef þú ert í vandræðum.