Siggi Hlö kveður eftir 14 ár í loftinu

Siggi Hlö kveður eftir 14 ár í loftinu.
Siggi Hlö kveður eftir 14 ár í loftinu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þátturinn Veistu hver ég var? á útvarpsstöðinni Bylgjunni mun ekki halda göngu sinni áfram í vetur. Sigurður Helgi Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö, greinir frá þessu í Facebook-hóp þáttarins. Síðasti þátturinn fer í loftið laugardaginn 27. ágúst næstkomandi. 

„Ég hef ákveðið að hætta með þáttinn. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Þetta hafa verið frábær rúmlega 14 ár sem við höfum verið saman alla laugardaga. Svo frábær að nánast frá upphafi hefur þessi þáttur verið einn sá allra vinsælasti samkvæmt hlustendakönnunum og er enn meðal allra vinsælasta efnis sem boðið er uppá í útvarpi á Íslandi í dag. Ég er því sáttur að hætta á toppnum,“ skrifar Siggi í færslu. 

Siggi hefur verið í fjölmiðlum frá árinu 1986 og er landsmönnum nokkuð kunnugur. Hann segist ætla að taka sér hlé frá fjölmiðlum í bili. 

„Ekki veit ég hvað tekur við á Bylgjunni á þessum tíma en ég treysti yfirmönnum Bylgjunnar að velja vel það sem tekur við og ég treysti hlustendum að gefa því tækifæri að vaxa og dafna eins og þið hafið tekið mér öll þessi ár,“ skrifar Siggi. 

Að lokum þakkar hann fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant