Snýr ekki aftur í sjöttu þáttaröð

Christine Quinn hefur farið með stórt hlutverk í Netflix þáttunum.
Christine Quinn hefur farið með stórt hlutverk í Netflix þáttunum. AFP

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Christine Quinn mun ekki snúa aftur í sjöttu og sjöundu þáttaröð Selling Sunset, en hún hefur farið með stórt hlutverk í síðustu fimm þáttaröðum. Þættirnir hverfast um fasteignasala sem selja glæsilegar lúxusvillur í hlíðum Hollywood með tilheyrandi drama. 

Quinn hefur verið á milli tannanna á fólki frá upphafi og fór sá orðrómur af stað eftir síðustu þáttaröð að Quinn hefði nú endanlega gengið fram af samstarfsfólki sínu eftir harkaleg átök milli hennar og Emmu Hernan. Nú hefur hún staðfest þann orðróm við People

Hernan sakaði Quinn um að hafa mútað viðskiptavini sínum með tæplega 700 þúsund krónum til að hætta að vinna með henni. Quinn hefur þó alfarið neitað þeim ásökum. 

Þó fasteignasalinn sé að yfirgefa Selling Sunset er ólíklegt að hún hverfi úr sviðsljósinu, en í samtali við New York Times í síðasta mánuði viðraði hún þá hugmynd að gera sína eigin þáttaröð. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.