Ekki missa af þessu á Menningarnótt

Menningarnótt Flugeldasýning
Menningarnótt Flugeldasýning Haraldur Jónasson/Hari

Menningarnótt fer fram í dag. Það er mikið um að vera um alla borg, fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa og opin hús víða um bæinn. Götubitinn verður á sínum stað í Miðbakkanum og þar verða yfir 20 söluaðilar. List og gleði verður allsráðandi og allir ættu að geta fundið sér eitthvað til dundurs. 

Það er frítt í Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu yfir Menn­ing­arnótt milli kl. 07:30-01:00. Fólk er hvatt til þess að nýta sér þann ferðamáta. Það verða margar götur lokaðar vegna Reykjarvíkurmaraþonsins og erfitt að komast á milli staða á einkabílum. 

Þessir viðburðir verða meðal annars á dagskrá Menningarnætur: 

Víkingaleikar í Þjóðminjasafninu (11:00 - 17:00)

Víkingafélagið Rimmugýgur slær upp tjaldbúðum og eftir til leiks. Í tjöldum iðkar handverksfólk iðn sín með aðgerðum víkingaaldar. 

Frír ís og blöðrur fyrir börnin (13:00 - 22:00)

Ommnomm býður alla velkomna að Hólmaslóð 4.

Danskennsla á Ingólfstorgi (13:30 - 15:00)

Salsa Iceland býður upp á opið dansgólf og kennslu á Ingólfstorgi.

Svanavatnið - Hörputorg (14:30 - 14:45)

Ballettgjörningur í boði dansara Forward Youth Company. Áhorfendur geta tekið þátt.

Spunamaraþon Þjóleikhúskjallarinn (15:00 - 22:00)

Improv Ísland heldur fjórtán spunasýningar í röð.

Karnival á Klappastíg (15:00 - 23:00)

Nova og Dj Margeir munu sjá um Karnival þar sem gestir upplifa gleði í ævintýraheim þar sem heilun og tónlist sameinast. Ótal listamenn koma fram og þetta er upplifun fyrir alla aldurshópa.

Sjálfbær tískusýning (16:00 - 16:30)

Tískusýning fyrir utan Mjúk Iceland, þar sem íslensk hönnun út íslenskum hráefnum verður sýnd. 

Menningarnæturtónleikar X977 í Kolaportinu (18:00 - 23:00)

Fram koma listamenn á borð við Emmsjé Gauta, Herra Hnetusmjör og Sólstafir ásamt fleirum.

Tónaflóð Rásar 2 á Arnarhóli (19:45 - 23:15)

Tónlistarveisla Rásar 2, fjölmargir listamenn koma fram. BRÍET, KK Band, Unnsteinn, Gusgus og fleiri munu sjá til þess að áhorfendur njóti góðra tóna á Arnarhóli. Tónaflóðinu lýkur með glæsilegri flugeldasýningu.  

Flugeldasýning (23:00 - 23:15) 

Það er hægt að kynna sér dagskrá menningar nætur nánar hér

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir