TikTok sparkar Tate út

Andrew Tate þykir hafa borið út hættuleg skilaboð.
Andrew Tate þykir hafa borið út hættuleg skilaboð. Samsett mynd

TikTok hefur nú eytt aðgangi Andrew Tate, sem þekktur er fyrir að breiða út kvenhatur og eitraðar hugmyndir um karlmennsku.

Þá hefur námskeið Tate, „Hark­ara­há­skól­inn“, verið lagt af en það snerist meðal annars um að miðla fjár­hags­leg­um ráðum til áskrif­enda.

Twitter varð fyrst til þess sparka fyrrum „kickboxaranum“ út, árið 2016, þegar hann tísti því að konur ættu að bera ábyrgð á kynferðislegu ofbeldi sem þær kynnu að verða fyrir. Facebook og Instagram fylgdu í kjölfarið á föstudaginn.

Þurfti þrýsting til

Stjarna Tate hefur risið hratt á undanförnum misserum og er hann sérstaklega vinsæll meðal ungra karlmanna.

Í kjölfar vinsældanna hafa þekktir áhrifavaldar lagt orð í belg, þar á meðal Daz Black, sem rekur Youtube-rás sem státar af 8 milljónum fylgjenda og nýtur nokkurra vinsælda meðal ungra karlmanna. 

Daz fór yfir sögu Tate, ásakanir um kynferðisofbeldi og eitruð viðhorf. Daginn eftir birtingu myndbandsins eyddi Meta aðgangi Tate á Facebook og Instagram.  

Youtube-stjarnan og rapparinn KSI tísti þá í vikunni: „Guði sé lof að Tate hafi verið bannaður,“ og uppskar misjöfn viðbrögð meðal sinna aðdáenda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir