Fann 43 „nýja“ þætti af Tvíhöfða

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson þegar Tvíhöfði var á dagskrá …
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson þegar Tvíhöfði var á dagskrá á Radio. Ljósmynd/Jón Svavarsson

Fjölmiðlamaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, oft kallaður Doddi litli, hefur fundið 43 gamla Tvíhöfða-þætti sem til stendur að gefa út á öllum helstu streymisveitum.

Hann segir í tísti að gamlir „nýir“ þættir Tvíhöfða hafi fundist og að þeir séu „á leiðinni inn“.

Fyrr í mánuðinum tilkynnti Jón Gnarr að Tvíhöfði myndi ekki snúa aftur á Rás 2 í haust. Aðdáendur Jóns og Sigurjóns Kjartanssonar fá þá smá sárabætur í nýfundnum þáttum Þórðar Helga.

Sennilega í fyrsta skipti á streymisveitum

„RÚV geymir allt og hefur gert í áratugi. Ég fann einhverja 12-14 þætti frá árinu 2007. Síðan byrjuðu þeir aftur árið 2017,“ segir Þórður Helgi í samtali við mbl.is.

Hann segir að efni Tvíhöfða frá árinu 2018 og nýrra sé nú þegar til á streymisveitum. Þetta sé sennilega í fyrsta skipti sem efni frá árunum 2007 og 2017 sé að koma inn á streymisveitur.

„Við vorum ekkert farin að setja allt þetta efni okkar á streymisveitur fyrr en árið 2018.“

Þórður Helgi Þórðarson.
Þórður Helgi Þórðarson. Ljósmynd/Aðsend

Kassi af efni til frá öðrum miðlum

„Svo er hellingur til í viðbót. Þeir voru í nokkra mánuði á Kjarnanum og þeir voru hjá Kananum áður en hann varð K100. Svo voru þeir hjá X-inu, Radio X, Radio og Skonrokki.“

Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa á Íslandi og fyrrverandi dagskrárgerðarmaður, svarar tísti Dodda og segir að það eigi að vera til kassi af mini-diskum og upptökum af Tvíhöfða frá árinu 1999.

„Ég held það sé mikið gull í kassanum sem Hansi talar um. Hann segir að Sigurjón [Kjartansson] sé með hann,“ segir Þórður um tístið.

Þórður Helgi bætir við að RÚV geti bara gefið út efni Tvíhöfða sem hafi komið út á RÚV.

Hann segir að hann sé nú búinn að skila sínu en til þess að verði af útgáfu efnis Tvíhöfða frá öðrum miðlum verði hlustendur Tvíhöfða að þrýsta á útgáfu þess.

Hlustendur Tvíhöfða þeir frekustu í heimi

„Hlustendur Tvíhöfða eru frekustu hlustendur í heimi. Ég hef fengið hótanir þegar ég hef verið erlendis í sumarfríi að ég skuli koma og redda því ef þáttur er ekki kominn inn á streymisveiturnar,“ segir Doddi.

Þegar Jón Gnarr tilkynnti að Tvíhöfði myndi ekki vera á dagskrá í haust bað hann aðdá­end­ur þátt­anna að láta Dodda í friði. „Hann er sak­leys­ingi sem eins og aðrar barns­sál­ir í land­inu hélt að haust­fugl­inn kæmi með kóln­andi veðri,“ sagði Jón.

Þórður Helgi segir meginástæðuna fyrir því að hann sé að setja inn allt efni með Tvíhöfða sem hann hafi fundið vera til þess að geta sagt: „Hér hef ég skilað af mér Tvíhöfða og ég get ekki svarað neinni einustu spurningu til viðbótar. Ég er ekki lengur í hljómsveitinni“.

„Það er um að gera að setja pressu á 365 eða hvað þetta heitir því þar á að vera til endalaust af gulli. Þeir voru þarna á hverjum degi í tíu ár eða eitthvað,“ bætir Doddi litli við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson