Dagbókarskrif Meghan vekja ótta

Meghan Markle hélt dagbók sem gæti innihaldið eitthvað krassandi.
Meghan Markle hélt dagbók sem gæti innihaldið eitthvað krassandi. AFP

Meghan hefur gefið til kynna að hún hélt dagbók á meðan hún var starfandi meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Þær fréttir hafa valdið ákveðnum titringi innan hallarinnar. 

Sérfræðingur í konungsfjölskyldunni, Margaret Holder, segir rík ástæða sé til þess að hafa áhyggjur. „Hún hefur haft nægan tíma innan fjölskyldunnar til þess að komast að ákveðnum leyndarmálum sem gætu valdið hneykslan eða særindi fyrir drottninguna og aðra meðlimi,“ segir Holder.

„Það að Meghan er nú að rifja upp allt það sem hún skrifaði í dagbókina á þessum árum hlýtur að hringja ákveðnum viðvörunarbjöllum hjá konungsfjölskyldunni,“ segir Holder sem telur þetta vera hennar tækifæri til þess að nafngreina fólk sem móðgaði hana og hefna sín á rótgrónu kerfi sem hún skildi ekki og vildi ekki læra á.

Í viðtali Meghan við tímaritið The Cut segist hún ekki bundin neinni þagnarskyldu.

„Þetta er áhugavert. Ég hef aldrei þurft að skrifa undir neitt sem aftrar mér í að segja frá minni upplifun.“ Blaðamaður spyr hana afhverju hún geri það ekki og þá kveðst Meghan enn vera að jafna sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant