Hildur hlýtur heiðursverðlaun í Toronto

Hildur Guðnadóttir hefur verið víða verið heiðruð fyrir tónlistina og …
Hildur Guðnadóttir hefur verið víða verið heiðruð fyrir tónlistina og fékk Óskarsverðlaunin árið 2020. AFP

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmynda á TIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, sem hófst í vikunni og stendur til 18. september.

Að því er fram kemur í vefritinu Klapptré eru verðlaunin, sem kölluð eru „TIFF Variety Artisan Award“, veitt listafólki sem borið hefur af með framúrskarandi framlagi til kvikmynda- og afþreyingarlistar. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Ari Wegner, Terence Blanchard og Roger Deakins.

Hildur hefur hlotið fjölda verðlauna, ekki síst fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl og kvikmyndinni Joker, en fyrir hana hreppti hún Óskarsverðlaunin árið 2019. Hún hefur einnig hlotið Golden Globe-, BAFTA- og Grammy-verðlaun.

Hildur samdi nýverið tónlist við tvær bandarískar kvikmyndir. Önnur, Tár eftir Todd Field, var á dögunum frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en hinni, Women Talking, leikstýrði Sarah Polley.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson