Langar þig að vinna tryllta fartölvu?

Systurnar Eva Ruza og Tinna munu stýra skemmti- og spurningaþættinum …
Systurnar Eva Ruza og Tinna munu stýra skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? í haust. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Allir þeir sem taka þátt í skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? í anda Kahoot og pöbbkviss á morgun, fimmtudag kl. 19.00, eiga möguleika á að vinna eina snjöllustu fartölvu sem komið hefur á markað.

Í samstarfi við Samsung ætla systurnar Eva Ruza og Tinna Miljevic að draga út einn heppinn þátttakanda í Ertu viss? annað kvöld sem mun hreppa sérstök þátttökuverðlaun að andvirði 289.995 króna í lok þáttarins.

Eva Ruza og Tinna Miljevic.
Eva Ruza og Tinna Miljevic. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Þú gætir unnið Galaxy Book2 Pro 360!

Samsung Galaxy Book 2 Pro 360 fartölvan setur nýjan tón í flóru fartölva á markaðnum en hún er búin margs konar eiginleikum sem auka þægindi við notkun. 

Björn Björnsson, í viðskiptaþróun og fyrirtækjamarkaði hjá Tæknivörum, segir Galaxy Book2 Pro 360 fartölvuna einstaklega öfluga og örugga. Það er því til mikils að vinna.

Ljósmynd/Tæknivörur

„Það er markmið hjá Samsung að bjóða ekki aðeins upp á bestu tækni sem völ er á heldur einnig upplifun sem einfaldar okkur daglegt líf og hjálpar okkur að leysa verkefni á skilvirkan hátt,“ segir Björn.

„Við lifum á tímum þar sem samskipti, þægindi og einfaldleiki skiptir miklu máli og Book2 Pro 360 vélarnar eru hannaðar með þetta að leiðarljósi. Þær eru vel hannaðar, léttar og öflugar og henta einstaklega vel í þennan heim, þar sem allir eru tengdir og mikið á ferðinni,“ útskýrir Björn.

Ljósmynd/Tæknivörur

„Skjárinn er einstakur. Hann er hægt að beygja 360 gráður, eins og nafnið gefur til kynna, og nýta þá fartölvuna sem spjaldtölvu líka. Þetta nýtist til dæmis í kynningar, til að teikna á og þegar horft er á myndbönd,“ segir Björn en skjár tölvunnar er snertiskjár sem styður S-penna frá Samsung og er rafhlöðuendingin með því lengsta sem þekkist.

Ljósmynd/Tæknivörur

„Rafhlöðuendingin er stórkostleg og endist í allt að 21 klukkustund í notkun. Svo fylgir einnig USB-C hraðhleðslutæki sem einnig virkar á Samsung farsíma, eitt hleðslutæki fyrir öll þín tæki - það gerist ekki þægilegra,“ segir Björn og brosir.

Skráðu þig til leiks og vertu viss um að spila með. 

Allar nánari upplýsingar um Ertu viss? má finna með því að smella hér.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.