Örlagasteinninn færður til Lundúna

Örlagasteinninn hefur verið í Skotlandi síðan 1996.
Örlagasteinninn hefur verið í Skotlandi síðan 1996. Ljósmynd/Minjastofnun Skotlands

Fyrirhugað er að örlagasteinninn svonefndi, sem var meðal annars undir veldisstól Elísabetar II Bretadrottningar þegar hún var krýnd árið 1953, verði færður frá Skotlandi til Lundúna fyrir krýningu Karls III Bretakonungs. 

Steinninn hefur verið í Skotlandi í meira en kvartöld en nú mun hann aftur verða færður til Lundúna. Ekki er búið að gefa út hvenær Karl verður krýndur en er gert ráð fyrir að það verði ekki fyrr en á næsta ári, þó hann hafi þegar tekið við völdum. 

Talsmaður Minjastofnunar Skotlands (Historic Environment Scotland) hefur staðfest að starfsfólk stofnunarinnar muni flytja örlagasteininn til Wesminster Abbey fyrir krýningarathöfnina og færa hann svo aftur norður til Skotlands. 

Hluti af menningarsögu Skota

Örlagasteininum er lýst sem grófum, ljósum sandsteini en hann hefur í gegnum tíðina verið sögulegt tákn skoskra konunga. Var hann notaður í innsetningarathöfnum skoskra konunga í aldaraðir. 

Játvarður I Englandskonungur lét flytja hann frá Skotlandi árið 1296 til Westminster Abbey í Lundúnum. Honum var ekki skilað aftur til Skotlands fyrr en árið 1996 á degi heilags Andrésar.

Þó hafði honum verið skilað áður, til skamms tíma þó, eða þegar skoskir námsmenn í Lundúnum stálu honum úr Westminster Abbey á jóladag árið 1950.

Fannst hann þremur mánuðum seinna, á altarinu í Arbroath Abbey í Skotlandi. 

Örlagasteinninn þykir nokkuð skringilegur í dag og þegar skoska blaðið The National fjallaði um hann á dögunum vakti hann mikla kátínu á Twitter.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney