Pirraði sig á penna sem lak

Penninn í Hillsborough-kastala fór í taugarnar á Karli III Bretakonungi.
Penninn í Hillsborough-kastala fór í taugarnar á Karli III Bretakonungi. AFP

Karl III Bretakonungur var pirraður yfir penna sem lak þegar hann var að skrifa nafn sitt í gestabók í Hillsborough-kastala í grennd við Belfast í Norður-Írlandi í gær. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem hann pirrar sig á pennum.

„Ó, Guð ég hata þennan [penna],“ sagði Karl um leið og hann stóð upp og rétti eiginkonu sinni Kamillu drottningu pennann. „Ó sjáðu, þetta fer út um allt,“ svaraði Kamilla. 

„Ég þoli ekki þennan andskotans hlut, í hvert einasta sinn,“ sagði Karl þegar hann gekk í burtu. Myndbandið hefur notið mikillar athygli á samfélagsmiðlum og hefur Karl verið gagnrýndur fyrir að skipta skapi yfir penna. 

Í fyrra skiptið sem Karl pirraði sig á pennum var á laugardag þegar hann var að skrifa undir eið, og of margir pennar voru á borðinu. Bað hann aðstoðarmann sinn um að taka pennana af borðinu svo hann hefði nóg pláss til að klára að skrifa undir skjölin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson