Harry í einkennisklæðnaði á morgun

Harry Bretaprins fær að að klæðast einkennisklæðnaði á morgun.
Harry Bretaprins fær að að klæðast einkennisklæðnaði á morgun. AFP

Öll átta barnabörn Elísabetar II. Bretadrottningar og Filippusar hertoga af Edinborg munu standa heiðursvörð um kistu ömmu sinnar í Westminister Hall í Lundúnum á morgun, laugardag.

Harry Bretaprins mun fá að klæðast einkennisklæðnaði hersins við það tilefni, en hann hefur ekki fengið að klæðast einkennisklæðnaði undanfarna daga á viðburðum tengdum útför drottningarinnar. Harry sagði sagði sig frá konunglegum skyldum sínum árið 2020 og missti í kjölfar hertitla sína og konunglega titilinn, his royal highness.

Af þeim sökum hefur hann ekki klæðst einkennisklæðnaði hersins undanfarna daga. Hann hefur því klæðst jakkafötum en skreytt þau með orðum.

Vilhjálmur Bretaprins bróðir hans verður einnig í einkennisklæðnaði þegar hann stendur heiðursvörð. Vilhjálmur og Harry eru synir Karls III. Bretakonungs. Önnur barnabörn drottningarinnar eru Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa en þær eru dætur Andrésar. 

Zara og Peter Phillips eru börn Önnu prinsessu og svo eru lafði Lovísa og James greifi börn Játvarðs Bretaprins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson