Kvikindi dansar sexí rassadans

Stuðpoppsveitin Kvikindi gefur út glænýtt tónlistarmyndband í dag!
Stuðpoppsveitin Kvikindi gefur út glænýtt tónlistarmyndband í dag! Ljósmynd/Nikulás Tumi

Stuðpoppsveitin Kvikindi gefur út glænýtt tónlistarmyndband við lag sitt, Sigra heiminn, í dag, föstudag.

„Ég sigra heiminn á hverjum degi og kem svo heim að tómu rúmi,“ syngur Brynhildur Karlsdóttir, söngkona sveitarinnar, í dramatísku uppgjöri við kvartlífskrísu, árangursdýrkun og ástarþrá.

Í myndbandinu ganga kvikindin nærri Land Rover-jeppa föður Brynhildar, Karls Ágústs Úlfssonar, en hann þekkja landsmenn ekki síst vegna Spaugstofunnar.

Óhætt er að segja að þar sé ögrandi dans á ferðinni. Að öðru leyti er myndbandið innblásið af kvikmyndinni Wild at Heart í leikstjórn David Lynch, þar sem þau túlka frelsisþrá hálfgerðra útlaga, innihaldsleysi og óværð í heimi þar sem ekkert gerist.

Kvikindi skipa ásamt Brynhildi þeir Friðrik Margrétar- Guðmundsson og Valgeir Skorri Vernharðsson en leikstjórn myndbands annaðist Birnir Jón Sigurðsson. Sveitin hyggst gefa út sína fyrstu breiðskífu þann 7. október næstkomandi en hún ber titilinn Ungfrú Ísland.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.