41 sinni var hún höggvin

Melanie Lynskey og Jessica Biel í hlutverkum Bettyjar og Candyjar.
Melanie Lynskey og Jessica Biel í hlutverkum Bettyjar og Candyjar. Hulu

Það var ekki byssa sem varð Betty Gore að aldurtila, heldur öxi sem notuð var til að höggva eldivið. 41 sinni var hún höggvin og aðkoman eftir því. Þvílík heift, þvílíkur kraftur! Hlédræg kona sem enginn vissi til að ætti óvini. Hvað er hér eiginlega á seyði?

Fljótlega beinist grunur að vinkonu Gore-hjónanna, Candy Montgomery, en hún var síðust til að sjá Betty á lífi. Getur hún, vinsæl, vinnusöm og ljúf á manninn, hafa framið slíkan verknað? Og hvers vegna þá í ósköpunum? Dóttir Gore-hjónanna gisti meira að segja hjá Candy nóttina eftir þessi ósköp. Er nema von að menn eigi vont með að fá þetta allt til að ganga upp.

Örlögin fleirum hugleikin

Við erum að tala um sanna sögu, þetta gerðist í raun og sann í Wylie, Texas, sumarið 1980. Hún hefur nú ratað á skjáinn í fimm þátta myndaflokki, Candy, á efnisveitunni Hulu sem er hluti af Disney-samsteypunni. Fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri dýrð. Með helstu hlutverk fara Jessica Biel og Melanie Lynskey. 

Örlög Bettyjar eru fleirum hugleikin en önnur sjónvarpssería um málið, Love and Death, verður sýnd á HBO Max í mars á næsta ári. Elizabeth Olsen mun þar leika Candy og Lily Rabe Betty. 

Nánar er fjallað um andlát Bettyjar Gore og seríurnar tvær í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.