Þráinn Bertelsson heiðursverðlaunahafi

Þráinn Bertelsson tekur við verðlaununum.
Þráinn Bertelsson tekur við verðlaununum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta kemur ánægjulega á óvart. Það er alltaf gott þegar einhver sér ástæðu til að klappa manni á bakið þegar maður er kominn á þann aldur að maður er farinn að venja sig við það að vera frekar talinn til óþurftar en gagns,“ segir Þráinn Bertelsson, sem fyrir stundu hlaut heiðursverðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar (ÍKSA) fyrir ómetanlegt framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar. Þráinn starfaði um árabil jöfnum höndum sem kvikmyndaleikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur.

Í umsögn stjórnar, sem lesin var upp við afhendingu Eddunnar fyrr í kvöld, sagði meðal annars: „Fyrir íslenska kvikmyndagerð og okkur samstarfsfólk þitt, hér í salnum, verður þú alltaf brautryðjandinn sem komst eins og ferskur vindur inn í fagið með þinn einstaka hæfileika til að segja sögur og upphefja mannlega þáttinn í kómískum og oft pínlegum aðstæðum.“

Aðspurður segist Þráinn hafa verið með kvikmyndadellu frá unga aldri og reynt að fara eins oft í bíó og fjárhagurinn leyfði. Oftast hafi leiðin legið í Hafnarfjörðinn þar sem boðið var upp á breitt úrval klassískra mynda og minna fór fyrir vinsælum Hollywood-myndum. „Þar sá ég til dæmis myndir Ingmars Bergman, sem voru í miklu uppáhaldi, og myndir frá austantjaldslöndum þar sem kvikmyndagerð var á mjög háu stigi,“ segir Þráinn og tekur fram að draumur hans hafi alltaf verið að starfa við kvikmyndagerð.

„Þegar ég var að ljúka stúdentsprófi sótti ég um að komast í kvikmyndanám í Póllandi og komst að. En rétt áður en námið átti að hefjast um haustið, barst tilkynning þess efnis að vegna bágs efnahagsástands hefðu stjórnvöld ákveðið að rukka erlenda nemendur um himinhá skólagjöld, sem reyndust mér ofviða. Þar með hélt ég að draumurinn væri úti,“ segir Þráinn sem eftir stutta viðkomu í lögfræðinámi og störf í blaðamennsku réði sig, ásamt eiginkonu sinni, til starfa sem kennari í Eyjafirði. „Dag einn rakst ég á krumpað Morgunblað í ruslinu á kennarastofunni sem ég tók upp og las. Þar rakst ég á auglýsingu frá Dramatiska Institutet í Svíþjóð og þar með varð ekki aftur snúið,“ segir Þráinn sem lauk prófi í leikstjórn og kvikmyndaframleiðslu frá umræddum skóla árið 1977.

Ítarlegra viðtal við Þráinn má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins á morgun, mánudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson