Missa sig yfir mynd af Björk á barnsaldri

Gamla myndin hefur vakið athygli.
Gamla myndin hefur vakið athygli. AFP

Margir hafa í dag og í gær misst sig yfir gamalli mynd af söngkonunni Björk Guðmundsdóttur sem deilt var á Twitter. Á myndinni má sjá Björk í flaututíma, en við hlið hennar stendur flautuleikarinn Áshildur Haraldsdóttir.

„Ég veit að stelpan var hrædd um líf sitt þegar hún stóð við hliðina á Björk,“ er skrifað við myndina sem hefur hlotið töluverða athygli á miðlinum, en svo virðist sem fólk finni fyrir hræðslu í svip Áshildar. 

„Björk lítur út eins og hún hafi bitið sem krakki,“ skrifar einn, á meðan öðrum þykir hún afskaplega krúttleg. 

Ekki í fyrsta sinn

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndin vekur athygli, en árið 2018 deildi Björk myndinni á Twitter og Instagram-reikningum sínum. 

„Ég og flautuleikarinn Áshildur að koma fram sem krakkar. Þónokkrum árum síðar munum við aftur stíga saman á svið í París í kvöld,“ skrifaði Björk við myndina.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.