Alsælir vinningshafar

Berglind Ósk Alfreðsdóttir.
Berglind Ósk Alfreðsdóttir. mbl.is

Gleðin leyndi sér ekki þegar vinningshafar í síðasta þætti af skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss?, sem fram fór síðastliðið fimmtudagskvöld, mættu í höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum, til að vitja vinninga sína. 

Berglind Ósk Alfreðsdóttir var meistari meistaranna í síðasta þætti af Ertu viss? en það var hún sem svaraði spurningum þáttarins oftast réttast og hraðast. Hlaut hún því aðalvinning kvöldsins sem var í formi Samsung Galaxy Flip 4 snjallsíma.

Berglind Ósk Alfreðsdóttir.
Berglind Ósk Alfreðsdóttir. mbl.is

„Þetta er mjög skemmtilegur og einfaldur leikur. Við fjölskyldan erum búin að taka þátt frá því þetta byrjaði og haft gaman að,“ segir Berglind glöð í bragði.

Þátttaka í Ertu viss? í síðustu viku var með besta móti og voru veitt sérstök þátttökuverðlaun í lok þáttar. Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með Rikardi Thorstensen en nafn hans var dregið af handahófi og hlýtur hann stórglæsilega Samsung Galaxy Book2 Pro 360 fartölvu, fyrir það eitt að hafa tekið þátt í skemmtilega spurningaleiknum Ertu viss?, sem er í anda Kahoot og pöbbkviss. 

Til mikils að vinna

Vertu viss um að missa ekki af næsta þætti af Ertu viss? en þættirnir eru í beinni útsendingu hér á mbl.is öll fimmtudagskvöld kl. 19.00.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér.   

Systurnar Eva Ruza og Tinna munu stýra skemmti- og spurningaþættinum …
Systurnar Eva Ruza og Tinna munu stýra skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? í haust. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.