Daðrið sem eyðilagði hjónabandið heldur áfram

Alex Hall og Tyler Stanaland koma bæði fyrir í raunveruleikaþáttunum …
Alex Hall og Tyler Stanaland koma bæði fyrir í raunveruleikaþáttunum Selling the OC. Samsett mynd

Raunveruleikastjörnurnar og fasteignasalarnir Alex Hall og Tyler Stanaland voru ófeimin við að daðra hvort við annað þar sem þau snæddu saman kvöldverð, sama dag og Stanaland tilkynnti skilnað hans og eiginkonu sinnar til tveggja ára, leikkonunnar Brittany Snow. 

Hall og Stanaland fara bæði með hlutverk í raunveruleikaþáttunum Selling the OC sem komu inn á streymisveituna Netflix um miðjan ágúst. Það vantar ekki upp á dramatíkina í þáttunum þar sem Stanaland virðist afar vinsæll meðal kvennanna á fasteignasölunni, en þættirnir eru sagðir hafa eyðilagt hjónaband Stanaland og Snow. 

Hall var ein af þeim sem daðraði óspart við Stanaland í þáttunum, en þau virðast hvergi nær hætt í daðrinu en samkvæmt heimildarmönnum People sátu þau þétt hvort við annað allt kvöldið og var mikið um snertingar og hlátur. Þau sáust svo ganga saman niður götuna eftir kvöldverðinn, en ekki hefur náðst í fulltrúa þeirra fyrir nánari athugasemdir. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.