Sjónvarp Símans fór með sigur af hólmi

Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim, sem voru á meðal framleiðenda …
Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim, sem voru á meðal framleiðenda kvikmyndarinnar Dýrið, taka við verðlaununum fyrir bestu kvikmynd ársins.

Sjónvarp símans var hlutskarpast af íslensku ljósvakamiðlunum á Eddunni, verðlaunum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, um helgina.

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum, segir í tilkynningu frá Símanum að hann ásamt öðru starfsfólki Símans sé himinlifandi með þennan árangur.

„Það hefur verið okkar leiðarljós að fjárfesta í fjölbreyttu íslensku efni sem höfðar til sem flestra aldurshópa og þessi árangur er staðfesting á því að við séum á réttri leið,“ segir Magnús

Innlendar kvikmyndir og þættir frá Sjónvarpi Símans fengu samtals 41 tilnefningu og unnu til verðlauna í 20 flokkum af 27. RÚV hlaut næstflest verðlaun, eða 4 talsins, og Stöð 2 kom þar á eftir með 2 verðlaun.

Kvikmyndin Dýrið, í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar fór sigurhólm á hátíðinni þetta árið en myndin var tilnefnd í 13 flokkum og vann 12 verðlaun. Sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur var með næstflest verðlaun kvöldsins, eða 3 talsins.

Eftirfarandi kvikmyndir og þættir frá Sjónvarpi Símans hlutu Edduverðlaun um helgina:

Dýrið

 • Kvikmynd ársins
 • Leikstjóri ársins
 • Handrit ársins
 • Leikari ársins í aðalhlutverki
 • Leikari ársins í aukahlutverki
 • Leikmynd ársins
 • Búningar ársins
 • Brellur ársins
 • Klipping ársins
 • Kvikmyndataka ársins
 • Hljóð ársins
 • Tónlist ársins

Systrabönd

 • Leikið sjónvarpsefni ársins
 • Leikkona ársins í aðalhlutverki
 • Leikkona ársins í aukahlutverki

Benedikt Búálfur

 • Sjónvarpsefni ársins (almenningskosning á RÚV)

Hækkum rána

 • Heimildarmynd ársins

Birta

 • Barna- og unglingaefni ársins

Missir

 • Mannlífsþáttur ársins

Heartless

 • Stuttmynd ársins
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.