Dorrit vill Karl sem forsætisráðherra

Dorrit Moussaieff vildi óska þess að Karl Bretakonungur gæti verið …
Dorrit Moussaieff vildi óska þess að Karl Bretakonungur gæti verið forsætisráðherra Bretlands.

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, vildi óska þess að Karl III. Bretakonungur gæti sest í stól forsætisráðherra Bretlands. Karl tók nýverið við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans, Elísabet II. Bretadrottning, féll frá.

Dorrit birti mynd af sér og Karli á Instagram í dag. Við myndina skrifaði hún: „Ef hans hátign Karl III. Bretakonungur gæti bara verið forsætisráðherra. Hann hefur alltaf barist fyrir málefnum þegna sinna, sama hvert almenningsálitið er, engin þörf á að vinna kosningar,“ skrifaði Dorrit.

Forsætisráðherra Bretlands um þessar mundir er Liz Truss, en hún tók við af Boris Johnson, sem lét af störfum fyrr í september.

Af myndunum að dæma hitti Dorrit Karl í gleðskap fyrir nokkrum árum síðan, en Dorrit hefur verið breskur ríkisborgari meirihluta ævi sinnar.

Skjáskot/Instagram
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.