Fleiri konur deila óviðeigandi skilaboðum frá Levine

Samsett mynd

Netið hefur logað síðan fyrirsætan Sumner Stroh opnaði sig um áralangt ástarsamband sitt við kvænta söngvarann Adam Levine. Þetta kemur fram aðeins nokkrum dögum eftir að hann og eiginkona hans til átta ára, Victoria's Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo, tilkynntu að þau ættu von á sínu þriðja barni saman.

Fleiri konur stíga fram

Enn bætist þó í dramatíkina þar sem tvær konur til viðbótar hafa nú stigið fram og sagt sína sögu. 

Stuttu eftir að Stroh deildi myndskeiðum á TikTok um framhjáhaldið deildi kona að nafni Alyson Rosef meintum skilaboðum milli hennar og söngvarans. Myndskeiðunum hefur nú verið eytt af miðlinum, en samkvæmt heimildum Page Six sagðist Rosef eiga fjölda skilaboða milli þeirra sem henni þætti óþægilegt að deila. 

„Margir vinir mínir vissu þetta og voru hneykslaðir,“ sagði Rosef í myndskeiðinu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að stíga fram. „Ég finn mikið til með eiginkonu hans, enginn á þetta skilið,“ bætti hún við. 

View this post on Instagram

A post shared by @alyson_rose

„Gaur, ertu ekki kvæntur?“

Grínistinn Maryka opnaði sig á Instagram-reikningi sínum á dögunum þar sem hún deildi meintum skilaboðum milli hennar og Levine þar sem hann sagðist vera heltekinn af henni. „Gaur, ertu ekki kvæntur?“ skrifaði Maryka til baka og segir söngvarann hafa sagt það vera flókið. 

Levine hefur ekki fjallað um ásakanir Rosef og Maryka, en hann neitaði ásökum Stroh um framhjáhald. Hins vegar sagði Stroh í samtali við Page Six að meint ástarsamband hennar við söngvarann hefði átt sér stað í fyrra og sannarlega verið líkamlegt, en Levine fullyrðir að svo sé ekki. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað málum þínum áfram. Af hverju að bíða fram í næstu viku þegar hægt er að grípa tækifærin í dag?
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað málum þínum áfram. Af hverju að bíða fram í næstu viku þegar hægt er að grípa tækifærin í dag?
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi
Loka