„Leikur sem sameinar alla fjölskylduna“

Vinningshafinn Rikard Thorstensen.
Vinningshafinn Rikard Thorstensen. mbl.is

Rikard Thorstensen var dreginn úr hópi fjölmargra þátttakenda sem spiluðu með í skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? í síðustu viku en veitt voru sérstök þátttökuverðlaun í lok þáttarins.

Hlaut Rikard stórglæsilegan vinning, Samsung Galaxy Book2 Pro 360 fartölvu frá Tæknivörum, og ljóst að tölvan á eftir að koma Rikardi og fjölskyldu að góðum notum.

Það er til mikils að vinna í skemmti- og spurningaleiknum …
Það er til mikils að vinna í skemmti- og spurningaleiknum Ertu viss? mbl.is

„Ég hugsa að ég ætli að gefa konunni minni tölvuna,“ sagði hinn gjafmildi Rikard þegar hann kom og sótti vinninginn í höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum fyrr í vikunni. 

„Mig langar til að þakka ykkur fyrir að fara af stað með þennan leik. Þetta er leikur sem hefur sameinað alla fjölskylduna. Vanalega fara allir og loka að sér inni í herbergjum sínum eftir kvöldmat en síðustu fimmtudagskvöld höfum við setið og spilað leikinn saman,“ sagði Rikard glaður í bragði og lýsti ánægju sinni á þættinum.

Ertu viss? í beinni útsendingu í kvöld

Bein út­send­ing á gang­virka skemmti- og spurn­ingaþætt­in­um Ertu viss? hefst stund­vís­lega kl. 19.00 hér á mbl.is og á rás 9 hjá sjón­varpi Sím­ans. Ertu viss? er skemmti­leg­ur spurn­ingaþátt­ur í anda Kahoot og pöbbk­viss. Hver sem er get­ur tekið þátt og spreytt sig á vel völd­um spurn­ing­um heim­an úr stofu og spilað með úr sínu snjall­tæki. 

Smelltu hér til að taka þátt og vertu viss um að spila með!

Syst­urn­ar Eva Ruza og Tinna Milj­evic eru stjórn­end­ur þátt­ar­ins og sjá til þess að bæði spenna og stemn­ing verði við völd í kvöld.

Systurnar Eva Ruza og Tinna eru stjórnendur spurningaþáttarins Ertu viss?
Systurnar Eva Ruza og Tinna eru stjórnendur spurningaþáttarins Ertu viss? mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.