Shakira rýfur þögnina um sambandsslitin

Gerard Piqué og Shakira árið 2019.
Gerard Piqué og Shakira árið 2019. AFP

Kólumbíska söngkonan Shakira hefur nú rofið þögnina eftir sambandsslit hennar við Gerard Piqué, varnarmann Barcelona. Hún lýsir sambandsslitunum sem verulega erfiðum í samtali við Elle, en hún og Piqué höfðu verið saman í 11 ár og eiga saman tvo syni. 

Það er óhætt að segja að síðustu mánuðir hafi verið krefjandi í lífi Shakiru, en hún tilkynnti sambandsslitin í júní og var ákærð fyrir skattsvik í júlí. 

Ekki eins og hver önnur sambandsslit

„Það er erfitt að tala um þetta, sérstaklega vegna þess að ég er enn að ganga í gegnum þetta en líka vegna þess að ég er stanslaust fyrir augum almennings. Því eru sambandsslit okkar ekki eins og hver önnur sambandsslit,“ segir Shakira. 

Shakira segir sambandsslitin ekki einungis hafa verið erfið fyrir sig sjálfa, heldur einnig fyrir börnin þeirra. Hún segir ljósmyndara hafa tjaldað fyrir utan húsið hennar sólahringunum saman síðan fréttirnar um sambandsslitin bárust, og að hún hafi því fyrst og fremst reynt að vernda börnin sín. 

Fjölskyldan fram yfir ferilinn

Shakira segir feril sinn og Piqué hafa haft áhrif á sambandsslitin, en eftir að synir þeirra byrjuðu í skóla þurfti fjölskyldan að ákveða hvort hún myndi flytja til Bandaríkjanna vegna tónlistarferils síns eða yrði áfram í Barcelona þar sem Piqué spilar knattspyrnu. 

„Annað okkar þurfti að fórna ferli sínum, og ég gerði það. Ég setti feril minn í baksætið og kom til Spánar til að styðja hann svo hann gæti spilað fótbolta og unnið titla. Þetta var fórn ástarinnar,“ sagði Shakira. 

Hún viðurkennir að henni hafi fundist hún verða að styðja drauma Piqué umfram eigin drauma. Hún segir ákvörðunina hafa haft góð áhrif á börnin þeirra þar sem hún gat verið algjörlega til staðar fyrir þau, en hafi haft slæm áhrif á samband þeirra Piqué. 

Shakira hefur náð gríðarlega langt og hefur selt yfir 60 …
Shakira hefur náð gríðarlega langt og hefur selt yfir 60 milljónir platna. ANDREA COMAS
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.