Drag Race-stjarna látin

George Ward er látinn 28 ára að aldri.
George Ward er látinn 28 ára að aldri. Skjáskot/Instagram

Dragdrottningin George Ward, sem betur er þekktur undir sviðsnafni sínu Cherry Valentine, er látinn 28 ára að aldri. Ward tók þátt í annarri þáttaröð RuPaul's Drag Race í Bretlandi og var svo andlit heimildarmyndarinnar Gypsy Queen And Proud. BBC greinir frá.

Fjölskylda hans greindi frá andláti hans og sagði það vera mikið áfall að hann hafi fallið frá svo snemma. Hann lést á sunnudag.

Áður en hann hóf feril sinn sem dragdrottning hafði hann lært geðhjúkrunarfræði. 

„Við skiljum hversu mikið hann var elskaður og hversu mörg líf hann hefur snert. Við óskum eftir þolinmæði ykkar og bænum á þessum tíma. Við elskum þig Georgie,“ sagði í tilkynningu frá fjölskyldunni. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Guðrún Frímannsdóttir
2
Freida McFadden
3
Bergsveinn Birgisson
4
Ragnar Jónasson

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Hvaðeina sem þér stendur til boða er spennandi, öðruvísi og hugsanlega eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Guðrún Frímannsdóttir
2
Freida McFadden
3
Bergsveinn Birgisson
4
Ragnar Jónasson

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Hvaðeina sem þér stendur til boða er spennandi, öðruvísi og hugsanlega eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður.