Opnar sig um greiningu á geðhvörfum í fyrsta sinn

Leikarinn Jeff Garlin.
Leikarinn Jeff Garlin. AFP

Leikarinn Jeff Garlin opnaði sig um geðhvörf sem hann glímir við á Instagram-reikningi sínum á dögunum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann talar um greiningu sína. 

Í færslunni, sem er stutt en einlæg, segir hann geðhvörfin vera afar erfið. „Stundum er þetta bara of mikið til að takast á við. Ég geri mitt besta. Þetta er í fyrsta skipti sem ég opna mig um þetta,“ skrifaði Garlin. 

View this post on Instagram

A post shared by Jack Benny (@jeffgarlin)

Næstum því rekinn

Færslan kom degi eftir frumsýningu tíundu þáttaraðar The Goldbergs þar sem kom í ljós að persónan sem Garlin lék var drepin. Á síðasta ári fullyrti Garlin að hann hefði ekki verið rekinn úr sjónvarpsþáttunum, en að nokkur mál væru í rannsókn vegna hegðun hans á tökustað síðastliðin þrjú ár. 

Garlin viðurkennir þó að hafa næstum því verið rekinn vegna óviðeigandi orðalags sem hann notaði óspart á tökustað. Samkvæmt heimildum Page Six var hann einnig sakaður um að gefa óþægileg og óviðeigandi faðmlög í tíma og ótíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler