Sjö nýir þættir af Tvíhöfða

Jón Gnarr er búinn að setja sjö nýja þætti af …
Jón Gnarr er búinn að setja sjö nýja þætti af Tvíhöfða inn á YouTube-rás sína. Kristinn Ingvarsson

Leikarinn og grínistinn Jón Gnarr setti í dag inn sjö nýja þætti af útvarpsþáttunum vinsælu Tvíhöfða. Jón hefur undanfarna daga verið að safna saman skemmtiefni sem hann hefur framleitt síðustu áratugi og setja inn á YouTube-rás sína

Jón greindi frá þáttunum á Twitter í dag.

Tvíhöfði hafa verið einstaklega vinsælir útvarpsþættir undanfarin ár, en Sigurjón Kjartansson sá um þættina ásamt Jóni. Þeir ákváðu í haust að snúa ekki aftur á öldur ljósvakans, en þættirnir voru á dagskrá Rásar 2 Ríkisútvarpsins.

Þó þeir Tvíhöfðafélagar hafi ekki sest niður og tekið upp þætti í haust er nóg framboð af „nýjum“ þáttum en Þórður Helgi Þórðarson, oft kallaður Doddi litli, fann einmitt 43 þætti fyrr í haust. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að gala það út um allar jarðir þótt þú hafir haft heppnina með þér. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að gala það út um allar jarðir þótt þú hafir haft heppnina með þér. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.