„Hefur verið mjög skýrt frá upphafi“

Fossora kemur út 30. september en tvö lög voru gefin …
Fossora kemur út 30. september en tvö lög voru gefin út fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Viðar Logi

Björk Guðmundsdóttir segist ung hafa áttað sig á því að hún hefði val um hvort hún vildi búa til tónlist sem yrði mjög vinsæl eða ekki. 

„Fyrir mér hefur mín tónlist alltaf verið eins eða þannig séð. Ég átta mig alveg á því að ég er ekki númer eitt í útvarpsspilun klukkan sex á föstudegi en það hefur aldrei verið takmarkið og var aldrei takmarkið. Ég sem tónlist sem er aðeins sérviskulegri.

Þegar ég var að alast upp í Reykjavík voru hér um það bil áttatíu þúsund manns og það var eins og módel af heiminum. Ég held að ég hafi áttað mig á því nokkuð ung að ég maður hefði val um hvort ég vildi búa til tónlist sem væri spiluð allan daginn á öllum útvarpsstöðvum eða semja tónlist sem væri spiluð í einum þætti á fimmtudagskvöldum klukkan níu. Ég fann að ég er sú týpa en við það eru kostir og gallar. Mér finnst þó kostirnir vera fleiri ekki síst þegar mann langar að semja tónlist alla ævi.

Auk þess hlusta ég sjálf á tónlist sem flokkast undir sérvisku eða nördisma og þannig hefur það eiginlega alltaf verið. Þetta hefur alltaf verið mjög skýrt frá upphafi og einfaldar um leið marga hluti í samstarfi við fólk,“ segir Björk sem ætlar að senda frá sér sína tíundu sólóplötu á næstunni. Hún ber heitið Fossora.

Ítarlegt viðtal við Björk er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.