Hafa náð sáttum og hætta við skilnaðinn

Sylvester Stallone og eiginkona hans til 25 ára, Jennifer Flavin …
Sylvester Stallone og eiginkona hans til 25 ára, Jennifer Flavin hafa náð sáttum. AFP

Leikarinn Sylvester Stallone og eiginkona hans, Jennifer Flavin, hafa náð sáttum eftir að hafa sótt um skilnað í síðasta mánuði. Stallone og Flavin hafa verið gift í 25 ár, en þau gengu í hjónaband árið 1997 eftir níu ára samband. 

„Þau ákváðu að hittast aftur heima hjá sér þar sem þau töluðu saman og gátu leyst úr ágreiningi sínum. Þau eru bæði mjög ánægð,“ sagði heimildamaður Page Six. Stallone birti gamla mynd af sér og Flavin á Instagram-reikningi sínum á dögunum, en sú mynd er sögð hafa átt að vera vísbending um að hjónin hefðu náð sáttum. 

Hundurinn ekki ástæða skilnaðarins

Falvin sótti um skilnað í ágúst í Flórída, Bandaríkjunum og sást án giftingarhringsins skömmu síðar. Í kjölfarið ákvað Stallone að hylja tvö húðflúr sem hann hafði fengið sér til heiðurs eiginkonu sinni. 

Sögusagnir fóru á kreik í kjölfar skilnaðarins, en ekki hefur verið greint frá ástæðu skilnaðarins. Hins vegar eru hjónin sögð hafa átt í hörðum deilum um kaup á nýjum hundi Stallone, og að rifildið hefði vakið upp önnur deilumál í hjónabandi þeirra. 

Stallone hefur þó neitað þeim sögusögnum. Í samtali við TMZ sagði hann hundinn ekki vera ástæðu þess að Falvin hefði sótt um skilnað. Hann viðurkenndi þó að þau hjónin hefðu verið ósammála um hvernig ætti að annast hundinn í ljósi þess að þau ferðist mikið og séu í fjarbúð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler