Gerði ábreiðu af Dúfan mín - „Þú sérð þetta á Youtube“

Vilberg Andri Pálsson og Logi Pedro.
Vilberg Andri Pálsson og Logi Pedro. Samsett mynd

Tónlistamaðurinn Vilberg Andri Pálsson gaf í dag frá sér ábreiðu af laginu Dúfan mín eftir Loga Pedro Stefánsson. Dúfan mín kom upprunalega út árið 2018 og er eflaust flestum ferskt í minni en Vilberg Andri segir í samtali við mbl.is að hann hafi fundið nýjan vinkil á lagið.

Að sögn Vilbergs er um að ræða kassagítar útgáfu af laginu sem hentar einkar vel í útilegum og við alls konar gleðskap. Lagið má heyra hér fyrir neðan.

Vilberg Andri hefur nú þegar gefið út lagið Kílómetrar (Viltu segja mér frá) og Spoon. Er þetta því þriðja lagið sem hann gefur út, en lögin má öll nálgast á Youtube.

Lærir leiklist í Lundúnum

Vilberg Andri leggur nú stund á leiklist við leiklistarskólann London Academy of Music & Dramatic Art (Lamda), en hann segir leiklistina koma að einkar góðum notum í söng og tónlist.

Sumir af virtustu leikurum samtímans lærðu iðn sína í Lamda en þar má helst nefna Benedict Cumberbatch, Brian Cox, Chiwetel Ejiofor, Dominic Cooper og Heru Hilmarsdóttur.

Fékk leyfi frá Loga

Vilberg Andri segir að hann hafi hringt í Loga til að biðja um leyfi fyrir því að gera ábreiðu af laginu og að honum hafi litist mjög vel á hugmyndina. Vilberg frumflutti lagið á tónleikum í Tólf tónum en Logi komst ekki þar sem hann var í fjallgöngu.

„Ég hringdi í hann í dag og hann var mjög ferskur. Hann ætlaði að koma en gat það ekki en þú sérð þetta á Youtube Logi minn,“ segir Vilberg kíminn í upptökunni af tónleikunum.

Spurður hvers vegna þetta lag varð fyrir valinu segir hann það einfaldlega vera vegna þess að honum finnist það frábært.

„Mér fannst vera einhver léttleiki í textanum og það var eitthvað sem ég gat bætt við lagið. Ekki það að mér finnist eitthvað vantaði í lagið sjálft, fannst bara eins og ég hafi fundið einhvern vinkil á það sem mér fannst töff.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson