Noah kveður skjáinn

Trevor Noah.
Trevor Noah. AFP

Suður-afríski fjölmiðlamaðurinn Trevor Noah hefur tilkynnt að hann ætli að láta af störfum sem stjórnandi kvöldþáttarins The Daily Show. Þáttunum hefur hann stýrt undanfarin sjö ár við góðan orðstýr. 

Noah greindi frá starfslokum sínum í myndbandi Twitter og sagði sinn tíma vera kominn. 

„Þetta er búið að vera alveg magnað. Þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við,“ sagði Noah og sagðist hafa velt fyrir sér öllu því sem gerst hefur á þeim tíma sem hann hefur verið í loftinu. „Forsetatíð Trumps, heimsfaraldurinn, bara ferðalagið, meiri heimsfaraldur og ég áttaði mig á því að eftir sjö ár, þá er minn tími kominn.“

Noah var tiltölulega óþekktur í Bandaríkjunum þegar hann tók við stöðunni af Jon Stewart árið 2015 en náði fljótt vinsældum. 

Hann gaf því undir fótinn að hann vildi einbeita sér frekar að uppistandssýningum á næstu misserum, en hann hefur farið víða um heiminn með sýningu sína. Kom hann meðal annars hingað til Ísland í maí á þessu ári. 

„Ég eyddi tveimur árum heima hjá mér, ekki á ferðalagi, og þegar ég fór út, áttaði ég mig á því að það er annar hluti lífs míns þarna úti sem mig langar að halda áfram að skoða. Ég sakna þess að læra önnur tungumál. Ég sakna þess að fara til annarra landa og halda sýningar.“

Noah greindi ekki frá því hvenær hans síðasti þáttur færi í loftið en lofaði að hann myndi ekki hverfa alveg strax. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.