Tíu meðlimir látnir

Mollingar í eldlínunni 2018. Phil McCormack, Bobby Ingram og Tim …
Mollingar í eldlínunni 2018. Phil McCormack, Bobby Ingram og Tim Lindsey. McCormack lést ári síðar en hinir eru á lífi. AFP/Frazer Harrison

Suðurríkjarokkbandið Molly Hatchet er engin venjuleg hljómsveit. Bandið hefur misst hvorki fleiri né færri en tíu menn frá stofnun þess árið 1978 – en starfar eigi að síður enn. Geri aðrir betur! 

Mannfallið hófst ekki fyrr en á þessari öld. Upprunalega liðið, eins og það birtist á fyrstu plötunni 1978, er allt farið. Þeirra á meðal Danny Joe Brown (dó 2005, 53 ára, úr nýrnabilun) og Dave Hlubek (dó 2017, 66 ára, eftir langvarandi heilsubrest). Fjórir aðrir, sem síðar gengu til liðs við Molly Hatchet, eru einnig látnir.

Molly Hatchet rokkar þó enn, eins og ekkert hafa í skorist. Með lengstan starfsaldur í dag eru John Galvin, sem gekk fyrst í bandið 1984, og Bobby Ingram, sem verið hefur með frá 1987. Tíu ára eru þó frá seinustu plötu. 

Annað Suðurríkjarokkband, Lynyrd Skynyrd, hefur einnig tapað tíu manns gegnum tíðina, en stofnfélaginn Gary Rossington lifir enn og starfar í dag með bandinu.

Allir upprunalegu meðlimir The Ramones, bandsins sem oft er sagt hafa fundið upp pönkið á áttunda áratugnum, hafa einnig siglt inn í Sumarlandið. Átta ár eru síðan sá síðasti kvaddi, Tommy Ramone. Hann var 65 ára og raunar sá eini af þeim félögum sem lifði fram yfir sextugt. Joey Ramone lést 2001, 49 ára; Dee Dee Ramone 2002, fimmtugur og Johnny Ramone 2004, 55 ára. Á hinn bóginn lifa fjórir aðrir sem seinna störfuðu í The Ramones. 

Nánar er fjallað um þessi bönd og fleiri til sem ýmist hafa þurrkast út eða orðið fyrir verulegum skakkaföllum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.   

Dee Dee, Tommy, Johnny og Marky Ramone teknir inn í …
Dee Dee, Tommy, Johnny og Marky Ramone teknir inn í Frægðarhöll rokksins 2002. Joey var þá látinn. Marky er sá eini sem nú er á lífi. AFP/Timothy A. Clary
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.