Plata Bjarkar hlýtur glimrandi dóma

Plata Bjarka hefur hlotið einstaklega góða dóma.
Plata Bjarka hefur hlotið einstaklega góða dóma.

Nýjasta platar Bjarkar Guðmundsdóttur, Fossora, hefur hlotið gríðarlega góða dóma erlendis. Tónlistargagnrýnandi tímaritsins Rolling Stone, Will Hermes, plötuna vera eins „Bjarkarlega“ og hægt er. Platan er tíunda breiðskífa Bjarkar og er gefin út af One Little Independent Records. 

Gagnrýndandi breska blaðsins Guardian, Kitty Empire, gaf plötunn fjórar stjörnur af fimm og lýsti henni sem einni kraftmestu plötu sem Björk hefur gefið út á ferli sínum. „Á Fossora er lög með almennilegum takti, sem aðdáendur Bjarkar til margara ára fagna enda muna þeir eftir klúbbafortíð hennar,“ skrifar Empire. 

Hljóðrænt ævintýri

„Platan samræmist bara svo því sem við þekkjum og elskum hana fyrir, hún leiðir þig á sérstakan, hrjúfan stað sem lætur hugann reika til allra sem hún hefur haft áhrif á með hljóðheimi sínum. Hún er brautryðjandi þegar kemur að því að leiða hlustendur inn í hljóðrænt ævintýr,“ skrifar gegnrýnandi NPR

Jon Pareles, gagnrýnandi New York Times, er hrifinn af plötunni en segir hana kannski ekki vera fyrir alla. Hann segist enn fremur eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig hægt sé að spila hana á tónleikum, en telur þó að ef einhver myndi finna út úr því, þá væri það Björk.

Stýrði sjálf upptökum

Björk stýrði sjálf upptökum á plötunni en Bergir Þórisson sá um upptöku. Platan er hugleiðing um rætur, jarðtengingu, ást og fjölskyldu sett í samhengi við neðanjaðarheim sveppa. Nafn plötunnar, Fossora, er nýyrði úr hugarheimi Bjarkar og er kvenkyndmynd latneska orðsins fossore, sem þýðir grafari.

Undanfarin ár var Björk staðbundin á Íslandi nægilega lengi til að skjóta rótum á meðan heimsfaraldurinn geisaði yfir, bæði táknrænt og bókstaflega. Á meðan síðasta breiðskífa, Utopia frá 2017, er eyja í skýjunum er Fossora hljóðræn andstæða, neðanjarðarvistkerfi samansett af bassaklarinettum og kraftmiklum botni.

Björk hefur valið með sér frábæra samstarfsmenn og flytjendur á Fossora: serpentwithfeet; Sindri, sonur Bjarkar og dóttir hennar, Ísadóra; klarinett sextettinn Murmuri, Hamrahlíðarkórinn; Emilie Nicolas; Kasimyn úr Gabber Modus Operandi; sideproject; El Guincho; bassa klarinettur, strengir, básúnur og fleiri. Breiðskífan fjallar einnig um arfleið en tvö laganna eru samin í minningu móður Bjarkar, Hildar Rúnu Hauksdóttur sem lést árið 2018.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.