Sacheen Littlefeather er látin

Sacheen Littlefeather í síðasta mánuði.
Sacheen Littlefeather í síðasta mánuði. AFP/Frazer Harrison/Getty

Sacheen Littlefeather, aðgerðasinninn og leikkonan, sem baulað var á árið 1973 þegar hún neitaði fyrir hönd leikarans Marlon Brando að taka við Óskarsverðlaununum, er látin, 75 ára gömul.

Óskarsakademían greindi frá þessu á Twitter.

Þar vitnaði akademían í Littlefeather er hún sagði: „Þegar ég verð farin skuluð þið ávallt minnast þess að í hvert skipti sem þið standið fyrir ykkar sannleika haldið þið rödd minni, þjóða okkar og okkar fólks á lífi.“

Fyrir tveimur vikum hélt akademían athöfn í nýju safni sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar var Littlefeather heiðruð og hún opinberlega beðin afsökunar á meðferðinni sem hún hlaut á Óskarsathöfninni fyrir næstum 50 árum síðan.

Brando afþakkaði verðlaunin til að mót­mæla fram­setn­ingu frum­byggja í banda­ríska kvik­myndaiðnaðinum og sendi hann Littlefe­ather í sinn stað.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.