Sacheen Littlefeather er látin

Sacheen Littlefeather í síðasta mánuði.
Sacheen Littlefeather í síðasta mánuði. AFP/Frazer Harrison/Getty

Sacheen Littlefeather, aðgerðasinninn og leikkonan, sem baulað var á árið 1973 þegar hún neitaði fyrir hönd leikarans Marlon Brando að taka við Óskarsverðlaununum, er látin, 75 ára gömul.

Óskarsakademían greindi frá þessu á Twitter.

Þar vitnaði akademían í Littlefeather er hún sagði: „Þegar ég verð farin skuluð þið ávallt minnast þess að í hvert skipti sem þið standið fyrir ykkar sannleika haldið þið rödd minni, þjóða okkar og okkar fólks á lífi.“

Fyrir tveimur vikum hélt akademían athöfn í nýju safni sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar var Littlefeather heiðruð og hún opinberlega beðin afsökunar á meðferðinni sem hún hlaut á Óskarsathöfninni fyrir næstum 50 árum síðan.

Brando afþakkaði verðlaunin til að mót­mæla fram­setn­ingu frum­byggja í banda­ríska kvik­myndaiðnaðinum og sendi hann Littlefe­ather í sinn stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant