Vinsælir en umdeildir

Leikarinn Evan Peters fer með hlutverk Jeffreys Dahmer.
Leikarinn Evan Peters fer með hlutverk Jeffreys Dahmer. Ljósmynd/Netflix

Leikna þáttaröðin Monster: The Jeffrey Dahmer Story hefur notið gríðarlegra vinsælda á streymisveitunni Netflix undanfarna daga. Þættirnir fjalla um fjöldamorðingjann og kynferðisbrotamanninn Jeffrey Dahmer sem varð 17 ungum karlmönnum og drengjum að bana á árunum 1978 til 1991. Þættirnir hafa líka verið gagnrýndir harðlega fyrir að vera ónærgætnir. 

Gagnrýnin beinist sérstaklega að því að aðstandendur fórnarlamba Dahmers höfðu ekki sérstaklega mikinn áhuga á því að þættirnir yrðu gerðir og segja að þau hafi ekki verið látin vita fyrirfram að þættirnir væru á leiðinni. 

„Það er bara græðgi“

Rita Isabell, systir Erroll Lindsey sem var 19 ára þegar Dahmer myrti hann, segir að hún hafi ekki verið látin vita af þáttunum. „Það truflaði mig, þegar ég sá brot úr þáttunum, og sérstaklega þegar ég sá sjálfa mig. Þegar ég sá nafnið mitt koma fram á skjánum og kona sagði nákvæmlega það sem ég sagði,“ sagði Isabell í viðtali við Insider, en hún bar vitni í réttarhöldunum gegn Dahmer árið 1992. 

Hún sagði enn fremur að Netflix hefði átt að gefa börnum og barnabörnum fórnarlambanna hluta af hagnaði þáttanna. „Ef að þættirnir gætu hagnast þeim eitthvað, þá væri þetta ekki svona ónærgætið og vægðarlaust. Það er sorglegt að þau eru bara að hagnast á þessum harmleik. Það er bara græðgi,“ sagði Isabel. 

Frændi Erics Perry tísti í síðustu viku og sagði fjölskylduna ekki ánægða með þættina. „Við upplifum áfallið aftur og aftur, til hvers? Hversu margar kvikmyndir, þætti og heimildamyndir þurfum við?“

Um 20 kvikmyndir og þáttaraðir hafa verið gerðar um Dahmer og mál hans og einnig fjölda bóka skrifaðar. Dahmer var dæmdur í fangelsi árið 1992 og var myrtur í fangelsinu tveimur árum seinna. 

Metáhorf á einni viku 

Þrátt fyrir gagnrýnina voru þættirnir spilaðir í 196,2 milljón klukkustundir á fyrstu viku sinni á streymisveitunni. Þeir eru í fyrsta sæti á vinsældarlistum í yfir 60 ríkjum um allan heim. 

Þættirnir voru upphaflega flokkaðir undir hinsegin þætti en hlaut það mikla gagnrýni. Þeir voru síðar teknir úr þeim flokki. 

Dómar um þættina eru misjafnir. Stuart Heritage, gagnrýnandi Guardian, sagði þættina næstum því vera of ógeðslega til að horfa á. „Það versta er eiginlega hvaða leið er farin að því að segja söguna. Það góða við svona þætti er að það er hægt að stela kastljósinu frá morðingjanum og sýna hvaða fólk þetta var. En þættirnir eru mjög uppteknir af stjörnunni Dahmer,“ skrifar Heritage. 

Paul Tassi, gagnrýnandi Forbes, er ekki sammála og sagði ljósinu varpað á fórnarlömbin, vanhæfni lögreglunnar og skaðann sem Dahmer olli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant