Kardashian gefur út morðhlaðvarp

Kim Kardashian gaf út sinn fyrsta hlaðvarpsþátt í gær.
Kim Kardashian gaf út sinn fyrsta hlaðvarpsþátt í gær. AFP

Raunveruleikastjarnan og lögfræðineminn Kim Kardashian gaf í gær út sína fyrstu morðhlaðvarpsþætti, Kim Kardashian's The System: The Case of Kevin Keith. Þættirnir fjalla um mál Kevins Keith, sem dæmdur var í til dauða árið 1994 fyrir að verða þremur manneskjum að bana. Dómi hans var breytt í lífstíðarfangelsi árið 20210. 

Þættina gefur Kardashian út á streymisveitunni Spotify en henni til halds og trausts er hlaðvarpsframleiðandinn Lori Rothschild Ansaldi. Fyrstu tveir þættirnir eru komnir út á Spotify en fyrirhugað er að þeir verði alls átta. 

Hver er Kevin Keith?

Kardashian fékk fyrst áhuga á máli Keiths árið 2018 en hún hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir málefni fanga og að bæta aðstæður í fangelsum í Bandaríkjunum. Kardashian, sem hefur einnig undanfarin ár lært að verða lögfræðingur, hefur sömuleiðis beitt sér fyrir því að sannleikurinn komi í ljós í málum fanga sem gætu hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki.

Skjáskot/Spotify

Keith var handtekinn í febrúar árið 1994 og ákærður fyrir þrefalt morð, sem varð í Buxyrus í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Hann var aldrei yfirheyrður áður en hann var handtekinn og lögreglan hafði litlar sannanir fyrir því að hann tengdist málinu. Í maí sama ár komst kviðdómur að því að hann væri sekur og hann dæmdur til dauða. 

Fjölskylda hans hefur alltaf trúað að hann sé saklaus og hefur hann haldið fram sakleysi sínu. Bróðir hans Charles Keith hefur sjálfur rannsakað málið og kynnt sér refsikerfið í Bandaríkjunum. 

Markmiðið með þáttunum segir í viðtali við The Hollywood Reporter Kardashian vera að hann ríkisstjóri Ohio náði Keith. Hennar tilfinning sé að ítarlegri rannsókn þurfi að fara fram í málinu til að komast að því hver raunverulega framdi morðin. 

Kardashian trúir Keith

Raunveruleikastjarnan fékk fyrst veður af máli Keths í þáttunum Celebrity Family Feud. „Kevin hefur verið í fangelsi í 28 ára fyrir glæp sem ég tel að hann hafi ekki framið og það sem vakti athygli mína á málinu er bróðir hans. Vanalega hugsar maður um fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra, hvaða áhrif þetta hefur á líf þeirra, en það eru önnur fórnarlömb þegar einhver er fangelsaður fyrir glæp sem hann framdi ekki. Það hefur ekki bara áhrif á manneskjuna heldur líf allrar fjölskyldunnar,“ sagði Kardashian.

Spurð af hverju hún ákvað að gera hlaðvarpsþætti í stað þess að vekja athygli á máli hans á Instagram, þar sem 330 milljónir fylgja henni, segir Kardashian að hún telji það áhrifaríkara að segja sögu hans almennilega í hlaðvarpsþætti. 

Mál Keiths er ekki eina málið sem Kardashian sér fyrir sér að vekja athygli á í hlaðvarpsþáttunum sínum. Hún segist strax stefna á að gera aðra þáttaröð og að hún sé með mál í höndunum sem hún hefur unnið í í mörg ár. 

Hefur beitt sér fyrir mildun dóma

Innblástur Kardashian fyrir þættina voru hlaðvarpsþættirnir Serial sem komu út árið 2016. Þættirnir komust einmitt nýlega í fréttir þegar Adnan Syed, sem fjallað var um í þáttunum, losnaði úr fangelsi. 

Undanfarin ár hefur Kardahsian unnið með teymi lögfræðinga að því að skoða mál sem þeim hefur verið bent á til að kanna hvort komi til greina að beita sér fyrir mildun dóma.

Vakti það mikla athygli þegar Kardashian fundaði með Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseta árið 2018. Ræddu þau meðal annars um mildun á dómi yfir Alice Marie Johnson. Trump endaði á að milda dóminn yfir henni, en hún var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson