Brot af því besta úr Ertu viss?

Það hefur gengið á ýmsu frá því skemmti- og spurningaþátturinn Ertu viss?, undir stjórn systranna Evu Ruzu og Tinnu Miljevic, hóf göngu sína hér á mbl.is í haustbyrjun.

Allar götur síðan hefur fjör og fróðleikur verið í forgrunni í Ertu viss? og þátttaka verið með besta móti. Systurnar Eva Ruza og Tinna hafa séð um að halda uppi stuðinu síðustu fimmtudagskvöld eins og þeim einum er lagið og miðlað misgáfulegum fróðleik.

Þegar litið er yfir farinn veg og brot af bestu augnablikum þáttarins rifjuð upp þá ber meðfylgjandi myndskeið vott um að líklega séu þær Eva og Tinna skemmtilegustu systur landsins. 

Ekki missa af stuðinu í kvöld þegar lokaþáttur Ertu viss? verður á dagskrá hér á mbl.is og á rás 9 hjá sjónvarpi Símans stundvíslega kl. 19.00.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um skrán­ingu, vinn­inga og út­send­ing­una sjálfa má nálg­ast HÉR.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að njóta líðandi stundar, því hún kemur aldrei aftur. Þú færð grænt ljós á framkvæmdir og þarft að bretta upp ermar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að njóta líðandi stundar, því hún kemur aldrei aftur. Þú færð grænt ljós á framkvæmdir og þarft að bretta upp ermar.