Réttarhöld yfir Spacey hefjast í dag

Réttarhöld í máli Anthony Rapp gegn Kevin Spacey hefjast í …
Réttarhöld í máli Anthony Rapp gegn Kevin Spacey hefjast í dag. AFP

Réttarhöld í máli leikarans Anthony Rapp gegn leikaranum Kevin Spacey hefjast í New York í Bandaríkjunum í dag. Rapp hefur sakað Spacey um að hafa brotið á honum þegar hann var 14 ára gamall, eða fyrir 36 árum síðan.

Spacey hefur verið fjarri sviðsljósinu undanfarin ár, en hann var einn af þeim fyrstu í Hollywood til að vera sakaður um kynferðisbrot þegar Me Too-byltingin hófst í október árið 2017. 

Rapp höfðaði málið í september 2020 og sagði Spacey hafa brotið á sér í partíi á Manhattan árið 1986. Rapp verður 51 árs seinna í október, en hann fer nú með hlutverk í þáttunum Star Trek: Discovery. 

Heimsfrægur

Spacey hefur notið mikillar velgengni undanfarin ár og meðal annars hlotið tvenn Óskarsverðlaun. Hann fór með hlutverk í kvikmyndum The Usual Suspects og American Beauty og var aðalleikari þáttanna House of Cards á Netflix þegar fyrstu ásakanirnar gegn honum voru gerðar opinberar. 

Anthony Rapp.
Anthony Rapp. AFP

Rapp höfðaði fyrst sakamál gegn honum en dómari vísaði því frá vegna þess hve langt var liðið frá meintu broti. Hann höfðaði seinna einkamál gegn honum og hefjast réttarhöldin í málinu í dag klukkan 13.30 að íslensku tíma. Kviðdómur mun dæma í málinu en dómarinn Lewis Kaplan mun stýra réttarhöldunum. 

Lögmaður Spacey sagði í tilkynningu að hann muni mæta í dómssalinn í dag og í gegnum réttarhöldin. 

Rapp sakar Spacey um að hafa káfað á rass sínum, lyft honum upp á rúm og lagst ofan á hann fullklæddur. Hann sagði að Spacey hefði hvorki kysst hann, klædd hann úr fötunum, sett hendur sínar undir föt hans, og ekki sagt neitt kynferðislegt við hann. 

Fleiri ásakanir

Þetta eru ekki einu ásakanirnar um kynferðislegt ofbeldi sem komið hafa fram á hendur Spacey. Þrír karlmenn í Bretlandi hafa sakað hann um að hafa brotið á sér á árunum 2005 til 2013, þegar hann var leikstjóri þar. Málið er enn opið í Bretlandi, en Spacey neitaði öllum ásökunum í júlí á þessu ári. 

Spacey var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislegt ofbeldi gegn sextán ára barþjóni í Massachusetts í Bandaríkjunum í júlí 2016. Ákærurnar voru látnar niður falla í júlí 2019. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Angela Marsons
5
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú stendur þig að því að rifja eitthvað upp sem ekki er þess virði, skaltu stoppa og fara að gera eitthvað annað. Göngutúr í náttúrunni er snilld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Angela Marsons
5
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú stendur þig að því að rifja eitthvað upp sem ekki er þess virði, skaltu stoppa og fara að gera eitthvað annað. Göngutúr í náttúrunni er snilld.