Allar sjúkar í Davidson

Kim Kardshian og Pete Davidson.
Kim Kardshian og Pete Davidson. AFP

Það hefur ekki leynt sér á síðustu árum að bandaríski grínistinn Pete Davidson á ekki í vandræðum með samskipti við konur. Nú síðast var hann í sambandi með Kim Kardashian en þar á undan var hann með Ariönu Grande, Margaret Qualley, Kate Beckinsale, Kaiu Gerber og fleirum. 

Kardahsian og Davidson hættu saman fyrr á þessu ári en Kardashian leysti frá skjóunni af hverju stelpurnar eru allar sjúkar í Davidson. „Pete er svo hjartagóður. Mér líður eins og fólk hafi ákveðna hugmynd um hann, af því hann er alltaf með öllum þessum heitu skvísum. Og hann hefur klárlega verið það. En hann er bara svo yndisleg og góð manneskja,“ sagði Kardashian í raunveruleikaþætti fjölskyldunnar, The Kardashians. 

Kardashian hefur áður farið fögrum orðum um Davidson í viðtölum. „Hann er bókstaflega svo góð manneskja, að það er hætt að búa til svona góða menn eins og hann. Ég er spennt fyrir því hvað hann gerir næst,“ sagði Kardashian.

Nú þegar Davidson hefur verið einhleypur í rúman mánuð velta aðdáendur fyrir sér hver verði fyrir valinu næst. Á samfélagsmiðlum virðast aðdáendur hvað spenntastir fyrir því að Davidson geri hosur sínar grænar fyrir fyrirsætunni Gisele Bündchen, en hún er sögð standa í skilnaði við eiginmann sinn Tom Brady.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta ávaxtanna af erfiði þínu. Skoðaðu stöðuna vandlega áður en þú ákveður að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta ávaxtanna af erfiði þínu. Skoðaðu stöðuna vandlega áður en þú ákveður að breyta til.