Hætt við viðtal vegna hatursfullra ummæla West

Kanye West.
Kanye West. AFP

Hætt hefur verið við birtingu fyrirhugaðs viðtal við bandaríska fjöllistamanninn Kanye West í þáttunum The Shop: Uninterrupted eftir að hann notaði hatursfull ummæli í viðtali á Fox News. 

Ummæli West voru klippt út úr viðtalinu en þeim var lekið á netið áður en viðtalið fór í loftið. Í þessum brotum vísar West í rasískar samsæriskenningar. Hvorki West né Fox News hafa tjáð sig nokkuð um þessi ummæli síðan þeim var lekið á netið. 

Fyrir nokkrum dögum var lokað á West á bæði Instagram og Twitter, þar sem hann hafði uppi andgyðingleg ummæli. Orðin skrifaði hann eftir að hann varð harðlega gagnrýndur fyrir framgengi sitt á tískuvikunni í París þar sem hann klæddist bol með áletruninni Hvít líf skipta máli (e. White lives matter). 

Þau orð hafa verið skilgreind af mannréttindasamtökunum Anti-Defamation League (ADL) sem hatursorðræða.

Í brotunum sem klippt voru út úr viðtalinu á Fox News ræddi West um þá samsæriskenningu að samtökin Planned Parenthood hafi verið stofnuð til þess að hafa stjórn á fjölgun gyðinga í samstarfi við Ku Klux Klan. 

Talaði hann um að hvítir gyðingar væru að reyna að stela erfðarétti svartra sem eru samkvæmt samsæriskenningunni af „hinum raunverulega gyðinga ættstofni“. West kvartaði einnig yfir því að börn hans væru í skóla þar sem menning svartra er höfð í hávegum og þeim kennt um Kwanzaa, hátíð af afrískum uppruna. Hann vildi heldur að börnum hans væri kennt um ljósahátíð gyðinga (e. Hanukkah).

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden